Fluginneignir


Sölu á Fluginneignum hefur verið hætt

Eftir samþættingu Air Iceland Connect og Icelandair hefur sölu á Flugfrelsi, Flugfélögum og Flugköppum verið hætt. 
Skilmálar útistandandi fluginneigna sem keyptar voru fyrir yfirfærsluna eru óbreyttir en sú breyting hefur þó orðið á að þjónusta við viðskiptavini fer fram í gegnum þjónustuver, þannig ekki er hægt að bóka þessi flug í sjálfsafgreiðslu á vef.

Enn er hægt að skrá sig hér inn til að fletta upp inneignarnúmerum og stöðu þeirra.

Breyttu yfir í gjafabréf og auktu andvirðið
Við bjóðum þér að breyta fluginneigninum sem enn eru í gildi og eru með ónýttum flugleggjum yfir í gjafabréf og gefum þér 2.500 kr. aukalega fyrir hvern útistandandi fluglegg. Tölvupóstur hefur verið sendur á alla sem eiga ónýtta inneign með boði um að breyta í gjafabréf. Einnig er hægt að skrá sig inn til að breyta í inneign.

Við minnum á að börn á aldrinum 2-11 ára fá 50% afslátt af öllu flugi Icelandair innanlands og 20% afslátt af millilandaflugi. Ef þú vilt halda í þann sveigjanleika sem stóð til boða hjá Flugköppum, að geta gert breytingar á bókun, og halda sömu farangursheimild, mælum við með fargjaldinu Economy Standard.